Í göngu, ólíkt hlaupi, er annar fóturinn alltaf í sneringu við jörðu. Þess vegna er tábergið á öðrum fætinum í snertingu við jörðu þar til hællinn í hinum fætinum snertir jörðina. Síðan er aftari fætinum sveiflað fram og um leið og hællinn snertir jörðu þá er spyrnt frá með táberginu á hinum og þannig endurtekið skref fyrir skerf.
Þið aukið gönguhraðann með því að taka hraðari skref en ekki með því að taka lengri skref. Því hraðari sem þið gangið þeim mun meiri snúningur verður á mjöðmunum fram og aftur sem veldur því að göngulagið þrengist M.ö.o. göngulagið er gleiðara eftir því sem við göngum hægar.
Í rólegri göngu er stigið niður fæti þannig að fætur koma nær beint niður af mjöðmum en í hraðari göngu þrengist göngulagið þannig að það er líkara því að stigið sé niður á beina línu.
Forðist að sveifla örmunum til hliðanna, sveiflið þeim fram og aftur.
Dragið kviðvöðvana inn og haldið spennu í þeim þegar þið gangið.
Kvennahlaupið í ár verður laugardaginn 7. júní.