Það er gott að nota tækifærið nú í gönguþjálfuninni og laga líkamsstöðuna.
Standið bein og réttið vel úr ykkur með jafnan þunga á iljum og þægilegt bil milli fóta. Ímyndið ykkur að það sé bein lóðrétt lína sé frá hvirfli og niður. Horfið bein fram og hafið eyrun beint yfir öxlum .
Rennið örmum niður með síðum og slakið á þannig að armar séu slakir með síðum og lófarnir vísa að síðunum.
Lyftið bringubeini upp um leið og þið dragið neðri hluta brjóstkassans (rifjanna) inn; hafið axlir í línu við mjaðmir.
Dragið kviðinn inn; haldið mjaðmagrind beinni og í línu við hné.
Lengið ykkur fyrir aftan hné; hafið hné beint upp af ökklum.
Standið jafnfætis með þægilegt bil á milli fóta þannig að miðja hvors fótar sé í línu við mjaðmaliði.
Dreifið þunganum jafnt á iljarnar þannig að þyngdin sé frá tábergi og aftur í hæl og standið jafnt í báða fætur.
Hryggurinn á að vera með sína eðlilegu S sveigju. Vera má að þessi líkamsstaða sé ykkur ekki eðlileg í fyrstu því hætta er á að stífna upp en með æfingunni og athyglinni er hægt að bæta líkamsstöðuna.