Fæturnir hreyfast aðeins eins hratt og armarnir. Hvernig þú sveiflar örmum ákvarðar hversu hratt þú gengur.
Slakaðu vel á herðum; láttu armana sveiflast með síðunum frá axlarlið.
Auktu síðan ákefðina, beygðu arma um olnboga 90°og haltu höndum aflöppuðum þannig að lófar visa að líkamanum.
Sveiflaðu alltaf gagnstæðum armi á móti fætinum sem stígur fram (hægri armur mætir vinstri fæti og vinstri armur hægri fæti).
Dragðu hinn olnbogann vel aftur með því að nota bakvöðvana þar til höndin er komin að miðlínu við mjaðmir.
Sveiflaðu arminum fram í eðlilegum boga út frá axlarlið og haltu olnbogum beygðum um 90°.
Forðist eftirfarandi:
Ekki sveifla örmum þannig að þeir krossi fyrir framan líkamann og út til hliðanna.
Ekki halda upphandleggjum kyrrum og hreyfa einungis framhandleggi upp og niður eins og þú sért að slá á trommur.
Ekki sveifla örmum of mikið með því að draga hendur lengra aftur en sem nemur mjöðmum né hærra en mitti.
Góða skemmtun og gangi ykkur vel og munið eftir kvennahlaupinu þann 7. júní.