Að finna réttu skreflengdina gerir gönguna árangursríkari. Lengd fótleggja og liðleiki ákvarðar skreflengdina. Ef fætur eru mislangir getur skreflengdin verið ójöfn (gott að fara í göngugreiningu). Ef skrefin eru óþarflega löng getur það valdið álagi. Jöfn skreflengd er æskilegust. Hér koma nokkur ráð til hafa í huga varðandi skreflengdina:
Byrjið á að finna réttstöðu (sjá gönguhorn nr. 2 hér á síðunni).
Með fætur saman, hallið ykkur fram þannið að þunginn fari á tábergið.
Rétt áður en þið missið jafnvægið, stigið fyrsta skrefið.
Snertið jörðina fyrst með hælnum og veltið fram á tábergið.
Þegar fóturinn er flatur á jörðinni í miðju skrefsins er ökklinn, hnéð og mjaðmir í beinni línu.
Þetta skref er góður mælikvarði á eðlislæga skreflengd.
Góða skemmtun og gangi ykkur vel og munið eftir kvennahlaupinu þann 7. júní.