Rétt hreyfing fótarins færir ykkur áfram þegar þið gangið. Byrjið í réttstöðu og gætið þess að tærnar vísi beint fram.
Stígið fram þannig að þið stígið í hælinn og ökklinn er krepptur.
Veltið þannig að þunginn færist frá hæl og fram á tábergið og endið spyrnuna með því að þrýsta frá jörðu með stóru tánni og færið ykkur fram á við og stígið næsta skref með því að sveifla hinum fætinum fram, lendið á hæl og veltið fram á tábergið og svo skref fyrir skref.
Sveiflið örmum með og gætið þessa að slaka á í herðum og gangi ykkur vel.
Kvennahlaupið í ár verður haldið í 19. sinn þann 7. júní.