Landlæknir, Matvælastofnun og Rannsóknarstofa í næringafræði kynntu nýlega niðurstöður landskönnunar á mataræði Íslendinga á árunum 2010-2011. Helstu niðurstöður eru þær að Íslendingar borða heldur heilsusamlegri mat en í síðustu könnun.
Alvarlegasta vandamálið er fæstir landsmenn fá nóg af D-vítamíni og fram kom í máli Dr. Laufeyjar Steingrímsdóttur á kynningarfundinum um niðurstöður rannsóknarinnar að brýnasta viðfangsefnið er skortur á D-vítamíni í fæðuvali landsmanna því flestir landsmenn eru langt undir því sem ráðlagt er. Einungis þriðjungur karla og um 17% kvenna ná ráðlögum dagskammti fyrir D-vítamín. Fjörðungur karla og átta % kvenna ná ekki einu sinni lágmarksþörf. Einn hópur sker sig úr hópnum varðandi neyslu á D-vítamíni en það eru karlar á aldrinum 45-60 ára en þeir eru eini hópurinn sem virðist ná ráðlögðum dagskammti. Það kom einnig fram að D-vítamín er ófullnægjandi hjá jöllum sem ekki taka bæriefni eða lýsi daglega. Mjólkurneysla hefur heldur dregist saman frá síðustu könnun.
Alls tóku 1.312 manns þátt í könnuninni og voru þátttakendur á aldrinum 18 – 80 ára. Svarhlufallið var 68,6%.
Helstu forvarnir gegn beinþynningu eru hreyfing, D-vítamín og kalkt!