Á vef Landspítalans um beinþéttnimælingar eru góðar upplýsingar um beinþynningu og þar er að finna myndrænar útskýringar á því hvernig meta skal þörfina á beinþéttnimælingu, hvenær ástæða er til að endurtaka mælingu og hvernig þær fara fram. Einnig er að finna á síðunni spurningalista vegna beinþéttnimælingar en allir sem fara í mælingu á Landspítalanum í Fossvogi eru beðnir um að svara þessum spurningum og því gott að vera búin(n) að því áður. Hægt er að prenta spurningablaðið út, svara því og hafa meðferðis þegar farið er í mælingu.
Beinþéttnimælingu má panta í gegnum upplýsingasíðuna með því að smella á tengil sem þar er og fylla út í reiti þær upplýsingar sem beðið er um. Smelltu á upplýsingavefinn hér