Á málþinginu fjalla tveir erlendir fræðimenn um rannsóknir sínar á sambandi þyngdar og heilsu. Dr. Katherine Flegal er sérfræðingur hjá Centers for Disease Control and Prevention (CDC) í Bandaríkjunum og kennir við lýðheilsudeild University of North Carolina. Viðamiklar rannsóknir hennar sýna að sú tala sem oftast var nefnd í sambandi við fjölda árlegra dauðsfalla í tengslum við offitu í Bandaríkjunum (300.000) er röng, að raunveruleg tala er næstum þriðjungi minni (112.000) og að fólk sem telst “of þungt” (BMI 25-29,9) lifir lengst allra (86.000 færri dauðsföll en meðal fólks í “kjörþyngd”).
Dr. Linda Bacon er prófessor í næringarfræði við City College of San Fransisco og rannsakandi við University of California í Davis. Rannsóknir hennar beinast að því hvernig hægt er að stuðla að lífsstílsbreytingum og bæta heilsufar án áherslu á líkamsþynd.
Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 19. sinn laugardaginn 7. júní.