Í tilefni alþjóðlegs beinverndardags hefur Beinvernd leitast við að vekja athygli á mikilvægi heilbrigðra beina. Greinar hafa verið skrifaðar í blöðin, viðtöl í útvarpi og sjónvarpi og auglýsingar birtar í fjölmiðlum, allt til að minna okkur á að mataræðið á í okkur hvert bein og því verðum við að borða fjölbreytta holla fæðu sem er rík af kalki, D-vítamíni og próteinum auk snefilefna og ekki má gleyma hreyfingunni.
Hér fyrir neðan má sjá viðtal um beinþynningu og beinvernd í þættinum Heilsutíminn á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, smellið HÉR
Einnig má hlusta á viðtal við framkvæmdastjóra Beinverndar í Mannlega þættinum á Rás 1 með því að smella HÉR og hefst viðtalið á 6:50 mín og lýkur á 17:20 mín.
Aðalfundur félagsins fór fram á alþjóðlega beinverndardeginum. Auk hefðbundinna aðalfundastarfa var kosinn ný stjórn og er hún skipuð þannig:
Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir
Aðalsteinn Guðmundsson, öldrunarlæknir
Björn Guðbjörnsson, gigtlæknir og prófessor
Eyrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Guðrún Gestsdóttir, sjúkraþjálfari
Inga Jónsdóttir, fulltrúi sjúklinga og iðjuþjálfi
Ingibjörg Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur
Tinna Eysteinsdóttir, næringarfræðingur
Varamenn í stjórn eru:
Hildur Gunnarsdóttir, fulltrúi sjúklinga og sjúkraliði
Kolbrún Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Fyrri stjórn eru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins.