Alþjóða beinverndarsamtökin IOF eru þátttakendur í nýrri alþjóðlegri rannsókn DO-HEALTH, þar sem rannsakað verður D-vítamín3, Omega3, heima líkamsþjálfun, heilbrigð öldrun og langlífi.
Þetta er ein viðamesta öldrunarrannsóknin í Evrópu og vonir eru bundnar við að niðurstöðu hennar sýnir fram á áhrif og öryggi þriggja einfaldra forvarna: D-vítamín, omega 3 fitusýrur og einfalt heima líkamsþjálfunarprógram.
IOF leggur til stuðning við samskipti/boðskipti í þessari mikilvægu rannsókn. Byrjað verður að ná í þátttakendur í rannsóknina í maí 2012 og stendur rannsóknin yfir í 5 ár. Eftirtaldir háskólar standa að rannsókninni ásamt IOF: Háskólarnir í Zurich, Basel, Gefn, Toulouse, Innsbruck, Nurembert, Coimbra og Charité í Berlín.