Örvar Gunnarsson læknir fékk styrk fyrir tilstuðlan Beinverndar til að sækja 16. IOF Advanced Training Course on osteoporosis sem fram fer í Lyon í Frakklandi dagana 29. janúar til 1. febrúar.
Á þessu námskeiði er tekið á því helsta sem viðkemur beinþynningu s.s. orsökum beinþynningar, áhættuþáttum, greiningu og meðferð. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef Alþjóða beinverndarsamatakanna IOF The IOF Advanced Training Course on Osteoporosis.