Sumargjafaverkefnið hófst árið 2005 þegar nemendur í 2. bekk fengu sippuband. Það hefur síðan verið endurtekið ár hvert og hafa þrír árgangar bæst við í hóp þeirra sem fá sumargjafir frá ÍBR. Tilgangur sumargjafanna er að gleðja reykvísk börn og um leið hvetja þau til að hreyfa sig og leika sér með tilvísun í íþróttir almennt.
Nemendur í 2. bekk fá sippuband og nemendur í 3. bekk fá bolta. Með sippuböndunum og boltunum fylgir bæklingur með æfingum og leikjum og geta því foreldrar fylgt þessu átaki eftir með því að hvetja börn sín til að sippa og fara í boltaleiki og ekki síður að leika sér með þeim.
Hreyfing sem felur í sér þungaburð s.s. hopp og hlaup er góð hreyfing til að styrkja bein, sértaklega hjá börnum í vexti, og stuðlar að því að þau leggi inn í “beinabankann” til framtíðar. Boltaleikir fela í hlaup og hopp og einnig það að sippa og því tilvalin hreyfing fyrir börnin og ekki síður fullorðnafólkið. Sumargjafaverkefni ÍBR er til fyrirmyndar og því ber að fagna.
Sumargjöfin til nemenda í 1. bekk er þátttaka í Íþróttaskóla einu sinni í viku. Nemendum í 4. bekk er boðið á skauta í Skautahöllina í Laugardal eða í Egilshöllina og nemendum í 5. bekk er boðið í sund.
Upplýsingar um Sumargjafaverkefnið er að finna á vef ÍBR.