Konur sem æfa mjög stíft þurfa að vanda mataræðið og huga að tíðahringnum með tilliti til styrks beinanna.
Rannsóknir hafa sýnt að konur með óreglulegan tíðarhring hafa yfirleitt lægri beinþéttni og eru líklegri til að fá álagsbrot (stress fracture) en þær sem eru með eðlilegan eða reglulegan tíðarhring. Þótt almennt sé viðurkennt að truflun í hormónastarfsemi og ótímabært beintap hjá íþróttakonum sé tengt ofþjálfun þá eru tengsl orsaka og afleiðinga ekki skýr.
Æfingar þar sem líkaminn þarf að bera uppi eigin líkamsþunga eins og hlaup, skokk og stafganga hjálpa til við að byggja upp og viðhalda beinþéttni. Samt sem áður geta slíkar æfingar haft neikvæð áhrif á konur með óreglulegan tíðarhring, sem getur orsakast til dæmis af ofþjálfun og átröskunum.
Konur eiga að hugsa um forvarnir strax í upphafi ekki bíða eftir að því að vera eldri og brotthættari. Konur sem þjálfa mjög mikið ættu að vera sértaklega meðvitaðar um beinheilsuna. Mataræði skiptir máli. Fjölbreytt fæða og kalkrík auk D-vítamíns eru lykil atriðin. Hitaeiningar skipta einnig máli þegar um stífar æfingar er að ræða og þá verður að gæta þess að borða nægan mat og hitaeiningar til þess að geta æft. Það þarf að fylgjast með tíðahringnum og ef hann er óreglulegur ætti að leita ráða hjá læknum.
Það er ráðlegt fyrir konur sem æfa mjög stíft að fara í beinþéttni mælingu, sérstaklega ef þær eru komnar yfir miðjan aldur. En fyrst af öllu þarf að kanna áhættuna og taka áhættuprófið, það tekur ekki nema eina mínútu