Jafnvægi minnkar með aldrinum, sérstaklega ef því er ekki viðhaldið með æfingum, líkt og vöðvar og bein sem rýrna við hreyfingarleysi.
Mörg okkar hugsa aldrei um jafnvægi þar til við dettum. Það er auðvelt fyrir flest ungt fólk að halda jafnvægi en eftir því sem við eldumst fara vöðvarnir að rýrna (m 1 % ár ári eftir miðjan aldur) og beinin að þynnast. Skynfærin sem tengjast jafnvæginu daprast einnig með aldrinum. Sjónin, snertiskynið og líkamsvitundin þ.e. hvernig líkaminn hreyfist.
Sum lyf hafa áhrif á jafnvægi og geta afleiðingarnar verið slæmar byltur. Byltur hjá eldra fólki geta valdið mjaðmarbrotum sem leiða af sér aukinn hraða líkamlegrar hrörnunar. Jafnvel hræðslan við byltur heldur fólki oft heimavið svo mánuðum skiptir.
Færni eins og tímasetning hreyfinga og samhæfing hafa áhrif á jafnvægi og er sú færni lærð og það þarf að viðhalda henni. Mikil kyrrseta dregur úr þeirri færni.
Það er hægt að bæta jafnvægið þrátt fyrir háan aldur. Rannsókn sem kannaði áhrif áralangrar jafnvægisþjálfunar hjá konum með beinþynningu og var birt var í tímaritinu Osteoporosis International árið 2007 sýndi frá á að konurnar bættu bæði stöðujafnvægi og hreyfijafnvægi sitt og byltum fækkaði.
Önnur rannsókn frá 2010 sem birt var í tímaritinu International Journal of Rehabilitation Research sýndi fram á að eldra fólk sem tók þátt í 8 vikna jafnvægisþjálfunarprógrammi var ólíklegra til að hrasa og ef það var fyrir því að detta þá var það líklegra til að ná sér aftur.
En best er ef fólk fer að huga að jafnvægisþjálfun á meðan það er á miðjum aldri.
Jafnvægisþjálfun hefst á því að styrkja vöðva líkamans. Að framkvæma athafnir daglegs lífs og huga að því jafnvægi skiptir þar máli s.s. að ganga upp og niður stiga, að fara í og úr baði. Þessar hreyfingar kalla á að við viðhöldum vöðvastyrk okkar og jafnvægi. Það er hægt að gera það með því að gera styrkjandi æfingar heima við og/eða með því að stunda tækjaleikfimi á líkamsræktarstöð.
Hvað varðar sértæka jafnvægisþjálfun þá er markmiðið að geta brugðist við aðstæðum án þess að detta. Mikilvægt er að læra að stíga út ef við erum að missa jafnvægið og æfa fallviðbrögð. Æfingar sem reyna á jafnvægisstöðvar líkamans í innra eyra eru nauðsynlegar í jafnvægiþjálfun. Hægt er að lesa um íslenskt jafnvægisþjálfunarprógram Í jafnvægi eftir þær Ellu Kolbrúnu Kristinsdóttur og Bergþóru Baldursdóttur hér.
Hægt er að lesa grein Jeannine Stein With balance, either use it or lose it úr Los Angeles Times hér.