Æskilegast er að fá náttúrulegt kalk ein og úr mjólkurafurðum, sardínum og hnetum þar sem þau gefa okkur einnig gæðaprótein.
Þeir sem hafa meira af D vítamíni nýta kalkið betur. Lágmarkskalkþörf á dag með D vítamíni er talin fyrir flesta vera 800 mg. Hægt er að ná þessu marki með hollu mataræði, þar sem kalkríkrar fæðu er neytt daglega.
Kalk sem fæðubótarefni ætti að eiga samleið með D vítamíni til þess að ná sem bestum árangri.
Bæði plöntu- og dýraprótein virðast stuðla að sterkari beinum go vöðvum og koma í veg fyrir beinþynningu.
Aukin próteinneysla hjá börnum eykur þann ávinnig sem æfingar hafa á steinefnin í beinum.
Eldra fólk sem netyri lítilla próteina er viðkvæmara fyrir því að vöðvar þess missi mátt og rýrni sem eykur hættu á byltum.
Margar klínískar rannsóknir á aukinni próetinneyslu hjá eldra fólki sem hefur mjaðmarbrotnað sýna að dánartíðni minnkar, sjúkrhúsdvöl styttist og eykur líkur á að það geti snúið aftur til sjálfstæðs lífs.