Kalkreiknir er reikniforrit á vef alþjóða beinverndarsamtakanna IOF. Með því að setja inn ákveðnar upplýsingar er hægt að reikna út hvað við fáum mikið af kalki úr fæðunni. Þetta er góð leið til að fylgjast með kalkneyslunni. Rannsóknir benda til þess að líkaminn nýti betur kalkið sem við fáum úr fæðunni en það sem við tökum inn í töfluformi.
Hægt er að nálgast kalkreikninn hér.
Beinvernd hvetur fólk til að kynna sér þessa nútímalegu aðferð. Helstu næringarefnin sem beinin þurfa að fá eru: kalk, D-vítamín og prótein auk þess er magnesíum og K-vítamín einnig mikilvægt fyrir beinin.