Innihald:
Kjúklingavængir:
1 kg kjúklingavængir
100 ml hrein jógúrt
2 bollar kornflex
1 tsk paprikuduft
1 tsk salt
Ídýfa:
nokkrir dropar af tabasco-sósu eða austurlenskri chili-sósu
safi úr ½ sítrónu, eða eftir smekk
salt
200 g sýrður rjómi eða hrein jógúrt
85 g rifinn gráðaostur, eða eftir smekk
Kjúklingavængir aðferð:
Hitið ofninn í 215°C. Höggvið eða skerið kjúklingavængina í sundur á liðamótum og hendið vængendunum (eða notið þá í soð). Veltið þeim upp úr jógúrtinni. Setjið kornflex, papriku, cayenne-pipar, pipar og salt í matvinnsluvél og látið ganga þar til allt er orðið að mylsnu (eða setjið allt í plastpoka og myljið með kökukefli). Veltið kjúklingavængjunum vel upp úr blöndunni og raðið þeim á pappírsklædda bökunarplötu. Bakið í miðjum ofni í 25-30 mínútur, snúið einu sinni. Berið fram með gráðaostsídýfu.
Ídýfa aðferð:
Hrærið saman sýrðan rjóma eða jógúrt og gráðaost. Bragðbætið með tabasco-sósu, sítrónusafa og salti eftir smekk. Látið standa í kæli nokkra stund og berið svo fram með kjúklingavængjunum.
Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir