Á vef Landlæknisembættisins er að finna klínískar leiðbeiningar um beinþynningu, beinþynningu vegna sykurstera, mjaðmarbrot og hormónameðferð við tíðahvörf. Þess má geta að klínískar leiðbeiningar (clinical guidelines) eru leiðbeiningar, ekki fyrirmæli, um verklag, unnar á kerfisbundinn hátt, til stuðnings starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og almenningi við ákvarðanatöku við tilteknar aðstæður.
Þær taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma og eru lagðar fram í því skyni að veita sem besta meðferð með sem minnstri áhættu án óhóflegs kostnaðar.