Fram kemur á vef Landlæknis- embættisins , að klínískar leiðbeiningar eru kerfisbundnar leiðbeiningar, ekki fyrirmæli, um ákvarðanir sem lúta að klínískum vandamálum í læknisfræði.
Þær taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma og eru lagðar fram í því skyni að veita sem besta meðferð með sem minnstri áhættu án óhóflegs kostnaðar. Á vefnum á slóðinni er að finna drög klínískra leiðbeininga um beinþynningu, greiningu hennar og meðferð.
Þar er einnig að finna klínískar leiðbeiningar um beinþynningu af völdum sykurstera.