Jafnvel þótt þú hafir ekki brotnað ættir þú að þekkja þá þætti sem auka hættuna á brotum vegna beinþynningar. Þessir þættir eru:
Lækkun á líkamshæð um 3 cm eða meira
Snemmkomin tíðarhvörf
Sykursterameðferð sem hefur staðið í 3 mánuði eða lengur (prednisone eða prednisolon)
Sjúkdómar í meltingarvegi
Fjölskyldusaga um beinþynningu
Gigt
Lækkun kynhormóna hjá körlum (testosteorn)
Að vera undir kjörþyngd (Líkamsþyngdarstuðull BMI undir 19 kg/m²
Lífshættir s.s. reykingar, óhófleg áfengisneysla, kyrrseta og of lítil inntaka af kalki og D-vítamíni