Þú ert virk. Þú ert í góðu líkamlegu formi. Þú ert sjálfstæð – og þú vilt halda sjálfstæði þínu, er það ekki? Sem kona á aldrinum 40 -50 ára eru miklar líkur á því að svo verði, jafnvel meiri líkur á því en hjá kynslóðunum sem á undan gengu.
Líkamlegt ástand þ.e. geta þín til að hreyfa þig er mjög mikilvægur þáttur þess að viðhalda lífsgæðum. Það gefur því auga leið að það er mikilvægt að huga vel að heilsu beina sinna, liðamóta og vöðva. Beinþynning er ein helsta vá fyrir beinheilsuna, eitt stærsta heilsufarsvandmál hjá konum eftir tíðahvörf. Hvernig væri að fræðast um beinþynningu og hvað hægt er að gera til að draga úr áhættunni á að verða henni að bráð. Taktu áhættupróf um beinþynningu hér.