Landspítalinn fékk að gjöf frá Mjólkursamsölunni nýjan og fullkominnbeinþéttnimæli í janúar síðastliðnum.
Tækið mælir beinmassa eða beinþéttni en getur einnig greint ákveðnar tegundir brota sem sum geta verið einkennalaus. Þá getur það einnig metið líkamssamsetningu og fleira með nákvæmum hætti. Tækið leysir af hólmi mæli frá árinu 1998, sem var kominn til ára sinna. “Mjólkin gefur styrk” var söfnunarátak fyrir þessum nýja beinþéttnimæli sem MS stóð fyrir með sölu á sérpakkaðri D-vítamínbættri léttmjólk og fóru 15 krónur ef hverri fernu í söfnunarátakið. Hér fyrir neðan má sjá nokkar myndir frá afhendingu mælisins.