Læknadagar 2017 eru haldnir í Hörpu 16. -20. janúar. Þar kennir ýmissa grasa enda er símenntun og endurmenntun lækna mikilvæg. Beinvernd er eitt af viðfangsefnum Læknadaga þriðjudaginn 17. janúar frá kl. 9 :00 – 12:00.
Rafn Benediktson, innkirtlalæknir og yfirlæknir innkirtla- og efnaskiptasjúkdómalækninga á LSH, heldur fræðsluerindi um beinþynningu og greinir frá helstu nýjungum. Síðan tekur Björn Guðbjörnsson prófessor í gigtlækningum við og kynnir BEINRÁÐ sem er áhættureiknir sem metur hversu miklar líkur eru á beinbrotum vegna beinþynningar miðað við tilteknar upplýsingar. Áhættureiknirinn er hannaður af íslenska fyrirtækinu Expeda. Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á öldrunarlækningadeild LSH kynnir forvarnarverkefnið Grípum brotin.
Að lokum, Tilfelli og gagnvirk vinnustofa í umsjón Önnu Bjargar, Björns og Rafns og eru áheyrendur beðnir um að hafa snjalltæki meðferðis.