Í tilefni beinverndardagsins var læknum boðið til fræðslufundar og var efni fundarins tengt þema beinverndardagsins.
Læknar voru minntir á hlutverk D-vítamíns í uppbyggingu og viðhaldi sterkra beina og mikilvægi þess við upptöku kalks úr fæðunni. Prófessor Gunnar Sigurðsson og Ólafur G Sæmundsson, næringarfræðingur,fræddu læknana með skemmtilegum fyrirlestrum. Að loknum fyrirlestrum var gestum boðið upp á beinlínis hollan rétt dagsins sem bæði var D-vítamínríkur og kalkríkur.