Annað Landsmót UMFÍ 50 + verður haldið í Mosfellsbæ helgina 8. – 10. júní 2012. Mótið hefst á föstudegi og lýkur á sunnudegi. Mótið er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða fyrirlestrar og sýningahópar. Allir, jafnt ungir sem eldri, eiga að finna eitthvað við sitt hæfi þessa helgi sem mótið fer fram.
Mótshaldari að þessu sinni er Ungmennasamband Kjalarnesþings UMSK í góðu samstarfi við Mosfellsbæ. Aðstaðan í Mosfellsbæ e röll til fyrirmyndar.
Keppnisgreinar á mótinu eru:
Badminton – Blak – Boccia – Bridds – Frjálsar íþróttir – Golf – Álafosshlaup – Hestaíþróttir – Knattspyrna – Kraftlyftingar – Leikfimi dans – Línudans – Pútt – Ringó – Skák – Sund – Starfsíþróttir – Strandblak – Hringdansar – Þríþraut. Sjá nánar hér
Drög að dagskrá má sjá hér
Það er gott að hreyfa sig í góðum félagsskap og hafa gaman.
Hægt er að skrá sig hér