Beinþynning er stórt lýðheilsuvandamál sem þarf að takast á við. Hún veldur langvinnum verkjum, skerðir til frambúðar lífsgæði og leiðir til ótímabærra dauðsfalla. Samt sem áður greinum við allt of oft ekki einkennin og þar af leiðandi er ekki brugðist við. Þetta verður að breytast!
Sjúklingar og aðstandendur þeirra kalla því eftir:
- greiningu sem felur í sér tímanlega og nákvæma rannsókn á áhættu á byltum og beinbrot af völdum beinþynningar
- umönnun eða þjónustu við sjúklinga, þ.e. að þeim standi til boða fagleg meðferð og lyfjagjöf
- að rödd sjúklinga heyrist, að sjúklingar hafi um að velja langtíma meðferð með skýrum markmiðum
- stuðningi, að stuðningur komi frá samfélaginu og heilbrigðisyfirvöldum til að þess að sjúklingar geti verið sem virkastir og lifað eins sjálfstæðu lífi og unnt er.
Hjálpaðu okkur að ná árangri og sýndu stuðning þinn
- Sjúklingar: Talið við heimilislækninn og farið fram á að áhætta á beinþynningu sé metin og grípið til aðgerða ef þörf er á.
- Heilbrigðisstarfsmenn: Standið vörð um heilbrigði beinanna hjá ykkar skjólstæðingum með viðeigandi greiningu og meðferð.
- Heilbrigðisyfirvöld, stefnumótendur í heilbrigðisþjónustu og ríkisstjórn: Styðjið við þær áætlanir sem til eru (Gríptu brotin – Fracture Liaison Services) og hafa reynst vel um allan heim til að draga úr þeirri fjárhagslegu byrði sem beinbrot eru.
Sýnið að þið eruð tilbúin að skuldbinda ykkur, skrifið undir IOF Global Patient Charter og leggið ykkar af mörkum til að gera þennan þögla sjúkdóm sýnilegan með því að setja forvarnir gegn beinbrotum í forgang á alþjóðlega vísu.
Hægt er að skrifa undir hér á síðu alþjóða beinverndarsamtakanna IOF.