Lax er ein sú fæðutegund sem inniheldur D-vítamín og því góð fyrir beinin.
Innihald:
500 g lax, roðflettur og skorinn í litla bita
1 tsk chillí
½ tsk cumin
½ tsk kóríander
sjávarsalt
2 msk repjuolía
Litríkt salsa:
1 stk mango, skorið í litla bita
½ stk agúrka, skorin í litla bita
250 g kokteiltómatar, skornir í bita
½ stk rauðlaukur, fínsaxaður
1 stk rautt chillí, fræhreinsað og fínsaxað
1 stk lárpera, skorin í litla bita
handfylli af fersku kóríander, saxað
safi af 1 límónu
sjávarsalt
Sýrður límónu-rjómi:
1 ds sýrður rjómi
rifinn börkur af 1 límónu
límónusafi eftir smekk
Meðlæti:
4 stk heilhveiti-tortillur
salatblöð, eftir smekk
Aðferð:
1. Byrjið á að útbúa salsað. Blandið öllum hráefnum varlega saman og smakkið til með salti.
2. Hrærið saman límónuberki og sýrðum rjóma og smakkið til með límónusafa.
3. Kryddið laxabitana með chilí, cumin og kóríander. Saltið. Hitið olíu á pönnu og steikið laxabitana. Passið að steikja þá ekki of mikið.
4. Hitið tortillurnar á pönnu. Setjið síðan salatblöð á þær, næst salsa, þá laxabita og loks sýrðu límónusósuna. Berið strax fram.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir