Ný íslensk rannsókn um skert lífsgæði kvenna með samfallsbrot í hrygg kemur heim og saman við niðurstöður erlendra rannsókna. Ennfremur staðfesti rannsóknin að hlutfall ógreindra samfallsbrota er hátt hér á landi og rýri lífsgæði kvenna með dulin samfallsbrot. Kolbrún Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur varði meistararitgerð sína við Hjúkrunarfræðideild HÍ nú á dögunum.
Útdráttur úr ritgerðinni sem ber yfirskriftina Lífsgæði íslenskra kvenna með samfallsbrot í hrygg er að finna hér á vefnum. Þessi rannsókn er mikilvægt framlag til að auka skilning á beinþynningu og afleiðingum hennar.
Hér á Beinverndarvefnum er grein eftir Kolbrúnu um lífsgæði sem áður birtist í tímariti Gigtarfélags Íslands Gigtin Verndum beinin og varðveitum lífsgæðin