Lífshlaupið verður formlega ræst í dag, miðvikudaginn 4. febrúar, í íþróttamiðstöðinni í Mosfellsbæ kl:12:00. Lífshlaupið er hvatningarverkefni ÍSÍ sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja alla landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu sinni – öll hreyfing skiptir máli fyrir heilsuna.
Lífshlaupið skiptist í þrjá hluta:
1. Einstaklingsleik
2. Hvatningarleik á vinnustöðum
3. Hvatningarleik í grunnskólum.
Nánari upplýsingar um Lífshlaupið er að finna á vef ÍSÍ og Lýðheilsustöðvar.