Lífsþróttur – næringarfræði fróðleiksfúsra er veigamesta bók um næringarfræði sem gefin hefur verið út á íslensku. Fjallað er um þætti eins og orkuefnin og trefjar; vítamín, vatn og steinefni; offitu og hefðbundnar sem óhefðbundnar megrunaraðferðir; það að vera of grannur; næringartengda sjúkdóma og íþróttir og næringu.