Armbeygjur
Standandi: Standið og styðjið báðum höndum við vegg með þægilegt bil á milli handa og handleggi beina. Beygið olnbogana og hallið beinum líkamanum upp að veggnum og látið ennið snerta vegginn, ýtið frá og réttið rólega úr handleggjunum. Endurtakið 10–20 sinnum.
Liggjandi: Liggið á grúfu, með hendur hjá öxlum og tábergið í gólfi. Lyftið beinum líkamanumupp, réttið vel úr handleggjunum og látið hann síga rólega niður. Endurtakið 10–20 sinnum.
Kviðæfing
Liggjandi: Liggið á bakinu með hné bogin, iljar í gólfi og handleggi niður með hliðum eða á lærum. Spennið kviðinn með því að draga hann inn og þrýstið mjóbaki niður, haldið spennunni í 1–2 sekúndur og slakið síðan á. Endurtakið í 10–20 sinnum.
Standandi: Standið með bakið upp við vegg, gefið eftir í hnjánum og hafið handleggina slaka niður með síðum. Dragið kviðinn inn og þrýstið bakinu og mjóbakinu upp að veggnum. Gott að hugsa sér að það eigi að draga naflann aftur að hrygg, haldið í 1–2 sekúndur og slakið á. Endurtakið 10–20 sinnum.
Hnébeygjur
Standandi: Standið bein með þægilegt bil á milli fóta og teygið handleggina fram. Beygið hné og mjaðmir líkt og þið séuð að fá ykkur sæti og rísið rólega upp aftur. Endurtakið 10–20 sinnum. Hægt að gera æfinguna og styðja sig við stólbak.
Bakæfing
Liggjandi: Liggið á grúfu (gott að hafa púða undir kviðnum) og teygið handleggi upp yfir höfuð og horfið beint niður. Lyftið samtímis beinum hægri handlegg og beinum vinsti fæti, haldið í 1–2-sekúndur og slakið á. Lyftið síðan samtímis beinum vinstri handlegg og beinum hægri fæti, haldið í 1–2 sekúndur og slakið á. Endurtakið 5–10 sinnum á hvora hlið.
Standandi: Standið bein fyrir framan vegg (nálægt veggnum) og snúið ykkur að honum. Lyfið báðum höndum upp yfir höfuð. Færið beinan hægri handlegg og beinan vinstri fót vel aftur haldið í 1–2 sekúndur og slakið á. Færið beinan vinstri handlegg og beinan hægri fót vel aftur haldið í 1–2 sekúndur og slakið á. Endurtakið 5–10 sinnum á hvora hlið.
Ökklalyftur
Standandi: Standið bein (má styðja sig við vegg eða stólbak) með þægilegt bil á milli fóta. Lyftið ykkur hátt upp á tábergið og sígið rólega niður á hæla. Endurtakið 10–20 sinnum.