Beinþéttnimælingar voru vinsælar á læknadögum.
Fjöldi manns notuðu tækifærið og létu mæla í sér beinþéttnina á læknadögum en þar var starfsmaður Beinverndar og mældi beinþéttni þeirra gesta er það vildu. Um leið og beinþéttnin var mæld fékk fólk beinlínis góð ráð sem fólust aðallega í því að minna á mikilvægi hreyfingar fyrir beinin auk D-vítamíns og kalks, svokallaða beinaþrennu.