Maturinn sem þú borðar getur haft áhrif á beinin. Það er mikilvægt að þekkja þær fæðutegundir sem eru ríkar af kalki, D-vítamíni og öðrum næringarefnum sem eru beinunum nauðsynleg. Sú þekking hjálpar þér að velja rétta fæðu á hverjum degi til að viðhalda almennt góðri heilsu.
Hér fyrir neðan má sjá lista með dæmum af mismunandi fæðutegundum sem gott er að borða daglega. Með því að borða vel samsettan mat á hverju degi með nægilegu magni af mjólkuvörum, fiski, ávöxtum og grænmeti ætti að vera auðvelt að ná ráðlögðum dagskömmtum af næringarefnunum beint úr fæðunni. Þar með á er minni þörf á fjölvítamínum í töfluformi eða öðrum fæðubótarefnum.
Matur sem er góður fyrir beinin
Fæðutegundir | Næringarefni |
Mjólkurvörur s.s. létt mjólk, skyr, jógúrt og ostur | Kalk Sumar mjólkurvörur eru D vítamín bættar. |
Fiskur | |
Sardínur í dós (með beinum) | Kalk |
Feitur fiskur s.s.lax, makríll, túnfiskur og sardínur | D vítamín |
Ávextir og grænmeti | |
Dökkt grænt blaðgrænmeti, rótargrænmeti, kínakál, fíflablöð, brokkolí | Kalk |
Spínat, rófur, tómatar, ætiþistlar, bananar, kartöflur, sætar kartöflur, dökkgrænt blaðgrænmeti og rúsínur | Magnesíum |
Tómatar, rúsínur, kartöflu, spínat, sætar kartöflur, papaya, appelsínur, appelsínusafi, bananar, og sveskjur | Kalíum |
Rauður pipar, grænn pipar, appelsínur og sítrusávextir, brokkolí, jarðaver, spírur, papaya og ananas. | C vítamín |
Dökk grænt blaðgrænmeti s.s. grænkál, blaðsalat, spínat, rótarávextir og spírur | K vítamín |
Fæða sem næringarefnum hefur verið bætt í | |
Kalk og D vítamín er stundum bætt út í ávaxtasafa, morgunkorn, sojamjólk og rísmjólk, snakk og brauð | Kalk og D vítamín |
Efni fengið frá NOF Bandarísku beinverndarsamtökunum