Meðferðarúrræði gegn beinþynningu
Dr. Björn Guðbjörnsson dósent í gigtlækningum og formaður Beinverndar.
Árlega veldur beinþynning um 1000-1200 beinbrotum hér á landi. Algengustu brotin eru fram-, upphandleggs- og mjaðmarbrot, ásamt samfallsbrotum í hrygg. Beinbrot skerða lífsgæði fólks, oft til margra ára, og kostnaður vegna þeirra fyrir samfélagið getur verið umtalsverður, allt að einum milljaðri króna ár hvert. Með þetta í huga er mikilvægt að nýta meðferðarúrræði og í þessum pistli verður fjallað almennt um lyfjameðferð til þess að fyrirbyggja beinbrot af völdum benþynningar.
Hvernig er unnt að sjúkdómsgreina beinþynningu?
Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur ákveðið hvernig standa skuli að sjúkdómsgreiningu, en það er gert með því að mæla beinþéttni með beinþéttnimæli (DEXA-tæki). Tveir slíkir mælar eru til hérlendis, annar á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi og hinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Einnig eru til einfaldari beinþéttnimlar, t.d. hælmælar sem eru í eigu Beinverndar, Gigtarfélags Íslands og Lyfju, og handröntgengæki hjá Suðurlandsdeild Beinverndar. Ennfremur er unnt að mæla beinþéttni með tölvusneiðmyndatöku. Beinþéttnimælingar með DEXA-tæki eru nákvæmar mælingar á breytingum á beinþéttni, t.d. þegar verið er að meta árangur lyfjameðferðar.
Hversu albeng er beinþynning og beinbrot af hennar völdum?
Við fimmtugsaldur má áætla að um 10% kvenna séu komin með þeinþynningu og allt að 35% við 65 ára aldur. Eftir þann aldur eykst hratt hlutfall þeirra kvenna sem hafa beinþynningu. Beinbrot af völdum beinþynningar eru algeng, en ætla má að önnur hver kona um fimmtugt geti gert ráð fyrir því að hún beinbrotni síðar á lífsleiðinni og fimmti hver karl.
Hvað með forvarnir ef maður hefur þegar brotnað?
Beinvernd er mikilvæg alla ævi – hvort sem maður hefur beinþynningu eða ekki – „kalk við hæfi alla ævi“ ásamt D-vítamíni og reglubundnum líkamsæfingum. Styrktaræfinar fyrir þá sem yngri eru, en jafnvægisæfingar og byltuvarnir fyrir á eldri. Þá er nauðsynlegt að takmarka reykingar og áfengisneyslu. Svokallaðar skeljabuxur geta líka komið að gagni.
Hvað ákvarðar lyfjameðferð?
Það eru ekki einungis niðurstöður beinþéttnimælingar, þ.e. beinþéttnigildin, sem ákvaðra um lyfjameðferð, heldur einnig aðrir áhættuþættir, s.s. byltur á síðustu mánuðum, langvinnir sjúkrómar,langtímameðferð með sykursterum (prednisolon), snemmkomin tíðahvörf (fyrir 45 ára aldur), grannholda líkamsbygging, að móðir viðkomandi hafi fengið beinþynningarbrot og hvort viðkomandi einstaklingur hefur sjálfur beinbrotnað.
Hvenær ska grípa til lyfjameðferðar?
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð getur viðhaldið beinþéttni og jafnvel aukið beinmassann, auk þess að draga verulega úr hættunni á beinbrotum. Þetta á sérstaklega við hjá konum með staðfesta beinþynningu og sögu um beinþynningarbrot. Þegar ákvörðun um meðferð er tekin, er hún til margra ára og því nauðsynegt að hafa í huga að velja einstaklinga sem meðferðin skilar árangri hjá. Vanda skal lyfjaval og við meðferðaráætlun skal gera ráð fyrir nýrri beinþéttnimælingu innan 2-3 ára til þess að meta árangur meðferðar.
Hvaða lyf eru í boði?
Lyf sem notuð eru gegn beinþynningu verða að hafa sannað sig hvað varðar fækkun beinbrota. Bæði kalk og D-vítamín hafa gert það og því þurfa allir að tryggja að þeir fái nóg af hvoru tveggja alla ævi, hvort sem þeir nota sérhæfð beinverndandi lyf eða ekki. Fjórir lyfjaflokkar hafa sannað meðferðargildi sitt; hórmonauppbótarmeðferð, SERM eða hormónalík lyf, bisfosfónöt og að lokum paratýrin, sem er kalkhormón.
Bisfosfónöt
Þessi lyf hindra niðurbrot beinsins, en í heilbrigðum beinvef er jafnvægi á milli beinbrjóta og beinbyggja – aðalfrumna beinsins – en með gjöf þessara lyfja hægist á virkni beinbrjóta, svo heildarniðurstaðan verður beinauki. Til þessa lyfjaflokks heyra: Didronate®, Fosamax® og Optinate®. Mikilvægt er að taka þessi lyf samkvæmt ráðleggingum því fæða hefur áhrif á frásog þessara lyfja í meltingarvegi. Komin er 7-10 ára reynsla á þessi lyf og hafa þau sannað gildi sitt í fjölmörgum rannsóknum.
Hormónauppbótarmeðferð
Kvenhormónar hægja á beinniðurbroti og þannig verður aukning í beinþéttninni. Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur sem hafa nýtt sér hormónauppbótarmeðferð hafa lægri brotatíðni en þær sem hafa ekki nýtt sér meðferðina. Hins vegar hefur langtímahormónameðferð fjölmargar aukaverkanir, þannig að ekki er mælt með þessari meðferð til langframa. Landlæknir hefur nýlega birt á heimasíðu sinni ráðleggingar um langtíma hormónauppbótarmeðferð.
Hormónalík efni eða SERM
Í þessum lyfjaflokki er eingöngu eitt lyf, þ.e. Evista®. Þetta lyf hefur sömu jákvæðu áhrif á beinin og kvenhormónar, en hefur ekki neikvæð áhrif á brjóst og leg og er því mun öruggara en hefbundin hormónauppbótarmeðferð.
Kalkhomón – paratýrin
Nýlega kom á markað lyf úr þessum nýja lyfjaflokki; Forsteo®. Þetta er fyrsta lyfið sem eykur beinþéttnina með því að auka virkni beinbyggja. Því er beinaukinn meiri en við notkun fyrrnefndra lyfja og vonir eru bundnar við að þetta lyf gagnist þeim sem ekki hafa fengið nægjanlegan árangur af annarri lyfjameðferð svo og þeim sem fá mörg eða alvarleg beinbrot. Þetta lyf er gefið eins og insúlín, með sprautupenna – daglega lyfjagjöf undir húð og er meðferðartíminn takmarkaður við 1½ ár.
Aðrir meðferðarkostir
hefur svipuð áhrif og hormónameðferð og er því fyrst og fremst notað í forvarnarskyni og í vægari tilvikum. Þá hefur verið sýnt fram á að Miacalcic® hafi jákvæð áhrif á beinumsetninguna og það er því gagnlegt í völdum tilfellum.
Fá karlar sömu meðferð?
Karlar hafa sama gagn af bisfofónötum og konur, en þeim gagnast af augljósum ástæðum hvorki kvenhormón né Evista® eða Livial®. Hins vegar gagnast þeim Miacalcic® og Forsteo®. Karlhormóni (testósterón) er einnig unnt að gefa til uppbótar og getur það gagnast einstaka körlum.
Niðurlag
Í þessum pistli hefur verið gefið yfirlit um hvernig standa skuli að sjúkdómsgreiningu beinþynningar og einnig hefur verið gerð grein fyrir því hverjum gagnast beinverndandi lyfjameðferð.