Samkvæmt nýlegum rannsóknum kemur fram að þriðjungur kvenna er fara í megrun hætta að borða fæðu úr ákveðnum fæðuflokkum sem getur valdið því að þær fái beinþynningu. Þrýstingur á konur um að vera grannar getur stofnað beinheilsu þeirra í hættu.
Könnun þar sem 4500 konur í Bretlandi svöruðu spurningum um matarvenjur sínar leiddi í ljós að 30% þeirra sögðust forðast með öllu ákveðnar fæðutegundir þegar þær reydnur að létta sig. Um 28% þeirra sögðust hætta að borða ost og um 11% tóku mjólkurvörur alveg út af matseðlinum. Um 40% kvennanna hættu að borða brauð.
Meira en fjórðungur kvennanna í rannsókninni sögðust einungis fara eftir fituinnihaldi og hitaeiningafjölda en aðrar upplýsingar um næringarinnihald skipti ekki máli.
Niðurstöður könnunarinnar birtust í Telegraph skömmu eftir að leikkonan Gwyneth Paltrow greindi frá því að hún væri með það sem kallast á fagmáli osteopenina, lága beinþéttni, sem getur verið undanfari beinþynningar og er afleiðing af ströngum megrúnarkúr leikkonunnar
Til að koma í veg fyrir beinþynningu eða a.m.k. draga úr áhættunni á beinþynningu ráðleggur Lýðheilsustöð um 800 mg af kalki á dag fyrir fullorðna og 10 míkrógrömm af D-vítamíni. Góðir kalkgjafar auk mjólkurafurða er Tofu, hnetur, brokkolí og kál.
Fréttin fengin af vefnum MetroEastPain.com