Þann 20. október á hinum alþjóðlega beinverndardegi og alþjóðlegum degi matreiðslumanna fengu 16 grunnskólar á Höfuðborgarsvæðinu heimsókn frá Beinvernd og Klúbbi matreiðslumanna.
Matreiðslumeistarar í fullum skrúða heimsóttu skólana og ræddu við nemendur og kokkinn í skólamötuneytinu. Beinvernd færði skólunum fræðsluefni um mikilvægi og hlutverk fæðu og næringar í uppbyggingu og viðhaldi sterkra beina.