Heilbrigt stoðkerfi er grunnurinn að heilbrigðri öldrun og “bætir lífi í árin” á þann hátt að fólk heldur sjálfstæði sínu lengur og er hæfara til að lifa virku og skapandi lífi langt fram á efri ár.
Heilbrigt stoðkerfi (vöðvar og bein) er forsenda heilbrigðrar öldrunar. Sjúkdómar í stoðkerfinu s.s. beinþynning og slitgigt valda því miður of oft því að eldra fólk glatar sjálfstæði sínu vegna líkamlegrar hömlunar. Eldra fólk sem er með brothætt bein vegna beinþynningar, þverrandi vöðvastyrk eða jafnvægi er líklegra til að detta og mjaðmarbrotna. Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga:
-
Mjaðmarbrot eru alltaf tengd langvinnum verkjum, minnkaðri hreyfifærni, auknu ósjálfstæði og þörf fyrir umönnun.
- Um 10-20% þeirra sem mjaðmarbrotna og bjuggu áður í sjálfstæðri búsetu þurfa langtíma hjúkrun og umönnun.
- Dánartíðni á fyrsta ári eftir mjaðmarbrot er allt að 20-24%.
- Fimmtug kona er með 2,8% líkur á að deyja af völdum mjaðmarbrots það sem eftir er af ævinni. Það er sambærilegt við áhættuna á að deyja af völdum brjóstakrabbameins og fjórum sinnu meiri áhætta en að deyja af völdum leghálskrabbameins.
Verum virk í forvörnum!
-
Gætum þess að neyta kalkríkrar- og próteinríkrar fæðu.
-
Gætum þess að fá nægilegt D-vítamín með því að láta sólina skína hóflega á bera húð eða með því að taka lýsi eða D-vítamínhylki.
-
Gætum þess að hreyfa okkur í 30 mínútur alla daga til styrkja beinin og vöðvana og viðhalda jafnvægi. Besta hreyfingin til að styrkja beinin eru svokallaðar þungaberandi æfingar þ.e. æfingar þar sem við berum uppi eigin líkamsþyngd. Lyftingar, tækjaleikfimi, kraftganga, stafganga, skokk, leikfimiæfingar, dans, tai-chi og jóga eru dæmi um þungaberandi æfingar.
-
Reykingar og áfengi eru eitur í beinum.
Alþjóða beinverndarsamtökin IOF og Beinvernd hvetja til vitundarvakningar um hugsanlega áhættuþætti beinþynningar. Meðal áhættuþátta eru langvinn meðferð með sykursteralyfjum, snemmkomin tíðarhvörf hjá konum og langvinnir sjúkdómar í meltingarvegi.
Hægt er að taka áhættupróf hér á vefnum. Gagnvirk próf fyrir konur og karla og einnig próf sem er á pdf formi sem hægt er að prenta út.Áhættupróf.
Hafið þú áhyggur af beinheilsu þinni ræddu það við lækni eða hjúkrunarfræðing og leitaðu ráða.
Upplýsingar fengar frá alþjóða beinverndarsamtökunum IOF.