Mjólkin er góð uppspretta kalks, fosfórs, próteina og fleiri næringarefna sem eru góð fyrir heilbrigði beina og heilsuna almennt.
• Kalk er nauðsynlegt fyrir sterk bein og eru að byggingarefni beinagrindarinnar; um 99% af kalkinu er að finna í beinunum.
• Mjólk og mjólkurvörur eru aðgengileg uppspretta kalks.
• Niðurstöður rannsókna styðja kosti mjólkrvara fyrir heilbrigði beina og vöðva.
• Rannsóknir sýna að hægt er að draga úr beintapi og auka vöðvamassa og styrk með hæfilegri inntöku mjólkurvara.
• Í sumum löndum eru mjólkurvörur D-vítamín bættar til að stuðla að heilbrigði beina. Hér á landi er léttmjólk D-vítamín bætt.
• Fæðutegundir sem innihalda kalk aðrar en mjólkurvörur eru: ákveðinar tegundir af grænmeti s.s. brokkólí, kál og annað dökkt blaðgrænmeti; niðursoðinn fiskur með beinum s.s. sardínur; sumar hnetur; kalkbættar sojavörur s.s. tofu og sojamjólk.
• Þeir sem ekki nýta sér kalk úr mjólkurvörur verða að hafa í huga að það þarf fleiri “skammta” af grænmeti en af mjólkurvörum samanborið við jógúrt, ost eða mjólk til að fá sama magn af kalki.
• Börn forðast oft grænt blaðgrænmeti en með neyslu á mjólkurvörum er hægt að tryggja að þau fái kalk og prótein og önnur nauðsynleg næringarefni fyrir beinin sem eru að vaxa og þroskast.
Heimild: Fact Sheet frá Alþjóða beinverndarsamtökunum IOF