Fullnægjandi dagleg inntaka af kalki getur aukið, eins og unnt er, áhrif líkamsþjálfunar á beinin á vaxtaskeiði barna.
Kalk og D-vítamín dregur úr hraða beintaps og brotatíðni hjá eldra fólki.
Góð næring er mikilvægur hluti árangursríkrar endurhæfinar hjá sjúklingum sem hafa brotnað vegna beinþynningar. Þetta á sérstaklega við hjá brothættu eldra fólki og fólki sem hefur mjaðmarbrotnað, því lélegt næringarástand getur hægt á batanum og þannig aukið líkur á endurteknum brotum.
Lystarstol (anorexia nervosa) getur valdið því að tíðablæðingar stöðvast. Lystarstol er algengast meðal unglingsstúlkna, á þeim tíma sem beinin eru að taka út sinn vöxt og þroska fyrir lífið. Unglingsstúlkur sem haldnar eru lystarstoli eru því í hættu á að ná ekki sinni hámarks beinþéttni og auka þannig hættu á beinþynningu síðar á ævinni.
Sýnt hefur verið fram á að mjólkursykur óþol (lactose intolerance) sé tengt lágri beinþéttni og aukinni hættu á brotum vegna lítillar neyslu á mjólk (kalki).