Í nefnd landsfélaga innan alþjóða beinverndarsamtakanna IOF eru nú 184 félög frá 89 löndum um allan heim. Nefndin hittist tvisvar sinnum á ári. Félögin eru sjálfstæð beinverndarfélög eða samtök sem eru læknifræðilega virk, auka vitund almennings um sjúkdóminn beinþynningu, hafa áhrif á stefnumótun stjórnvalda og bjóða upp á stuðning og þjónustu við sjúklinga. Formaður nefndarinnar er Judy Stenmark frá Ástalíu.
Mörg félög innan CNS tilheyra undirnefnd, the Patient Societies Subcommittee, sem eru félög er sinna sjúklingum sérstaklega og tilheyrir Beinvernd þeirri nefnd. Félögin skiptast á reynslu og þekkingu á alþjóða vettvangi. Helstu verkefnin lúta að fræðslu og vitundarvakningu um beinþynningu og helstu varnir gegn henni. Auk þess leitast talsmenn félaganna að við að hafa áhrif á stefnumótun heilbrigðisyfirvalda og berjast fyrir auknum forvörnum, bættu aðgengi að beinþéttnimælingum og snemmgreiningu á sjúkdómnum, niðurgreiðslum og aðgengi að bestu og öruggustu lyfjameðferð vegna sjúkdómsins og leggja sitt af mörkum við að koma mikilvægum upplýsingum um sjúkdólminn til sjúklinga og aðstandenda þeirra.
Undirnefndin fundar einnig tvisvar sinnum á ári, oftast daginn fyrir fund landsfélaganna (CNS). Á þessum fundum, sem eru vinnufundir, er skiptst á skoðunum, reynslu og þekkingu auk þess sem tillögur eru lagðar fram um efni alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin er annað hvert árIOF World Wide Conference of Osteoporosis Patient Societies.
Önnur nefnd er einnig innan CNS en það er nefnd sem fer yfir umsóknir nýrra félaga og er Dr. Björn Guðbjörnsson, formaður Beinverndar, formaður þeirrar nefndar.