Sú goðsögn sem skýtur endurtekið upp kollinum í fjölmiðlum er að mjólk sé ekki góð fyrir heilbrigði beina. Sérfræðingar á þessu sviði eru uggandi um að þessi goðsögn geti valdið því að margt fólk forðist mjólk og mjólkurafurðir að ástæðulausu – þegar þær í raun eru uppspretta bestu næringarefna fyrir beinin.
Nokkrar staðreyndir um kalk: Kalk er meginbyggingarefni beinagrindarinnar; 99% af 1 kg af kalki sem finnst í líkama fullorðins einstakllings af meðalstærð eru geymd þar. Beinin eru forðabúr til að viðhalda réttum styrk kalks í blóði, sem einnig er nauðsynlegt svo vöðvar og taugar starfi með heilnæmum hætti. Ef líkaminn fær ekki nóg af kalki bregst hann við með því að ná í kalk úr beinunum og getur þar með dregið úr styrk þeirra.
Nokkrar staðreyndir um mjólkurvörur og kalk
- Mjólkurvörur, þar með talin mjólk, eru góð uppspretta fyrir kalk, fosfór, prótein og önnur næringarefni sem eru mikilvæg fyrir heilbrigði beina og heilsuna almennt.
- Það getur leitt til slæmrar heilsu að neyta ekki nægilegs kalks og D-vítamíns, sem leitt getur til beinþynningar og beinmeyru. Niðurstöður rannsókna sýna, að mjólkurafurðir eru gagnlegar fyrir vöðva og bein og neysla á þeim dregur úr beintapi og bætir vöðvamassa og styrk.
- Mjólk og aðrar mjólkurvörur eru aðgengilegasta leiðin fyrir líkamann til að ná í kalk. Grænmeti (brokkóli og kál), sardínur (með beinum), sumar hnetur, kalkbættar sojavörur og sojamjólk innihalda einnig kalk en borða þarf nokkra skammta af þessum matvörum til að fá jafnmikið af kalki og einn skammtur af jógúrt, osti eða mjólk gefur.
- Börn eru stundum matvönd og erfitt getur verið að fá þau til að borða grænt grænmeti. Þau vilja oftar en ekki fremur mjólkurvörur sem gefa þeim nauðsynlegt kalk og prótein fyrir beinin.
- Í sumum löndum m.a. hér á landi, er mjólkin D-vítamínbætt sem stuðlar að því að vöxtur beina verði eðlilegur. D-vítamín og kalk vinna saman og er D-vítamín nauðsynlegt fyrir upptöku kalksins úr meltingarveginum.
- Alþjóðja beinverndarsamötin IOF og önnur samtök sem eru í forystu um forvarnir gegn beinþynningu mæla með mjólkurvörum til að fá kalk. Fæðutegundir sem innihalda kalk (mjólkurvörur, hnetur, sardínur og grænmeti) ættu að vera hluti af daglegri neyslu. Þeir sem ekki geta neytt mjólkurafurða eða fá ekki nóg af kalki gætu þurft að taka það inn sem fæðubótarefni og D-vítamín að auki.
- Sjúkdómar sem geta haft áhrif á hve mikið af kalkinu frásogast úr meltingarveginum erud. Crohns-sjúkdómur (bólgusjúkdómur í meltingarvegi) coeliac disease, laktósaóþol og mjólkurofnæmi. Fólk sem er með einhvern þessara sjúkdóma er ráðlagt að taka inn kalk sem fæðubót eftir ráðleggingum frá lækni.
- Nýlegar rannsóknir eru ekki alveg samhljóða um gagnsemi kalks í töfluformi, í sumum er bent á að töflurnar auki hættu á hjartasjúkdómum en í öðrum er sýnt fram á að svo sé ekki (sjá skýrslu). Sjálfsagt er að ráðfæra sig við lækni um þetta efni.
- Ef þú ert ekki viss um hvort þú færð nóg af kalki úr fæðunni prófaðu kalkreikninn IOF Calcium Calculator og þá getur þú fengið ráð um það hvernig þú getur aukið kalkneysluna. Sjá ráðlagða dagskammta af kalki og D-vítamín hér.
- Heimild: Alþjóða beinverndarsamtökin IOF.