Kalk er nauðsynlegt fyrir beinin og um 99% af kalkinu í líkamanum er geymt í beinagrindinni sem er kalkforðabúr líkamans.
Kalk er líkamanum nauðsynlegt fyrir heilbrigða starfsemi tauga og vöðva.
Ef líkaminn fær ekki nóg af kalki bregst hann við með því að draga kalk úr beinunum sem veikir þau.
Ákveðnir sjúkdómar geta haft áhrif á frásog kalks úr meltingarveginum s.s. Crohns sjúkómur, bólgusjúkdómar í ristli og mjólkursykursóþol.
Mjólk og aðrar mjólkurvörur eru aðgengilegasta leiðin til að uppfylla kalkþörfina. Sumt fólk er með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk og mjólkurvörum og verða því að fá kalkið úr grænu grænmeti s.s. brokkolí og káli, baunum. Þess má geta að Brasilíuhnetur og möndlur eru mjög kalkríkar og einnig kalkbætt tofu.
Kalkþörfin er aðeins mismunandi eftir aldursskeiðum en samkvæmt upplýsingum frá Embætti Landlæknis þá er kalkþörfin eftirfarandi:
Ráðlagður dagskammtur af Kalki
Ungbörn og börn 6 – 11 mánaða | 540 mg |
Börn 12 – 23 mánaða | 600 mg |
Börn 2 – 5 ára | 600 mg |
Börn 6 – 9 ára | 700 mg |
Konur 10 – 17 ára | 900 mg |
Konur 18 ára og eldri | 800 mg |
Konur á meðgöngu og brjóstagjöf | 900 mg |
Karlar 10 – 17 ára | 900 mg |
Karlar 18 ára og eldri | 800 mg |
*Upplýsingar um RDS eru fengnar frá Landlæknisembættinu (2013). |
Fólk sem fær ekki nóg af kalki í fæðunni getur þurft að bæta sér það upp með kalktöflum. Þó ætti ekki að taka meira en
500-600 mg á dag og best er að taka D-vítamín jafnhliða.
.