D-vítamín gegnir tvenns konar mikilvægum hlutverkum í þroska beina og að viðhalda styrk þeirra. Það hjálpar til við frásog fæðu í görnunum og sér til þess að endurmyndun beina og útfelling steinefna sé eðlileg.
D-vítamín hjálpar til við að auka vöðvastyrk og bæta jafnvægi og hjálpar þannig við að draga úr hættunni á byltum.
Líkaminn framleiðir D-vítamín í húðinni fyrir tilstilli útfjólublárra geisla sólar þegar þeir skína á bera húðina, en hér á landi er þörf á því að taka inn D-vítamín og/eða lýsi a.m.k. yfir vetrarmánuðina.
D-vítamínskortur hjá börnum getur leitt til lélegs beinþroska og að þau fái beinkröm. Hjá fullorðnum getur D-vítamín leitt til ástands sem kallast beinmeyra eða lin bein sem verða þegar útfelling steinefna er óeðlileg en það er einmitt hlutverk D-vítamíns að stýra því.
Það getur verið erfitt að fullnægja D-vítamínþörfinni með fæðunni einni saman en helstu D-vítamíngjafar úr fæðunni eru: feitur fiskur s.s. lax eða makríll, eggjahvíta og lifur. Hér á landi er léttmjólk D-vítamínbætt en víða erlendis er einnig smjörlíki og morgunkorn D-vítamínbætt.
Ráðlagður dagskammur af D-vítamíni hjá börnum til 10 ára aldurs er 10 míkrógröm, eftir það er hann 15 míkrógröm og fer í 50 míkrógröm hjá þeim sem eru eldri en 75 ára (Embætti Landlæknis, 2013).