- Samfallsbrot í hrygg geta valdið bakverkjum, lækkun á líkamshæð, líkamlegri aflögun, skertri hreyfifærni, auknum fjölda legudaga á sjúkrahúsi og jafnvel skertri lungna starfsemi. Áhrif þessara brota á lífsgæði eru umtalsverð vegna þess að sjálfsöryggi minnkar, líkamsvitundin bjagast og hætta á þunglyndi eykst. Samfallsbrot í hrygg hafa veruleg áhrif á athafnir daglegs lífs.
- Talið er að einungis um þriðjungur brotanna fá læknisfræðilega greiningu og vanmat á greiningu slíkra brota er alþjóðlegt vandamál. Hlutfall samfallsbrota í hrygg sem ekki eru greind eru um 46% í Suður Ameríku, 45% í Norður Ameríku, og 29% í Evrópu, Suður Afríku og Ástralíu.
- Eftir sjúkrahúslegu vegna samfallsbrota í hrygg eru umtalsvert auknar líkur á endurinnlögn vegna endurtekinna brota á næstu árum eftir fyrsta brot og fyrstu sjúkrahúslegu.
- Tíðni samfallsbrota í hrygg eykst með hækkandi aldri hjá báðum kynjum. Flestar rannsóknir benda til þess að fjöldi brota hjá körlum sé svipaður eða jafnvel hærri/meiri en finnast hjá konum á aldrinum 50 – 60 ára.
- Samfallsbrot í hrygg eru tengd við aukan áhættu á endurteknum samfallsbrotum og öðrum beinbrotum. Konur sem fá samfallsbrot eru í talsvert aukinni áhættu á endurteknu samfallsbroti innan næstu 1 – 2 ára frá fyrsta broti.