Fulltrúar beinverndarfélaga á Norðurlöndum héldu fund í Reykjavík þann 19. nóvember sl. Þetta er í annað sinn sem þessi félög halda sameiginlegan fund en sá fyrsti fór fram í Osló fyrir ári síðan. Að þessu sinn koma það í hlut Beinverndar að halda fundinn. Auk íslensku þátttakendanna voru sjö erlendir gestir, tveir frá Finnlandi, tveir frá Svíþjóð, tveir frá Finnlandi og einn frá Danmörku.
Dagskrá fundarinn var afar metnaðarfull og má segja þátttakendur fundarins hafi fengið að kynnast þverskurði af því sem er að gerast í rannsóknum á Íslandi er varðar beinvernd. Fundurinn hófst með því að hvert félag kynnti starfsemi sína.
Þar á eftir var dagskráin eftirfarandi:
Íslenskar D-vítamínrannsóknir sem prófessor Gunnar Sigurðsson flutti. Sjúkraþjálfararni Bergþóra Baldursdóttir M.SC. og Ella Kolbrún Kristinsdóttir P.hD greindu frá Byltu- og beinverndarmóttökunni á Landakoti og þeirri hugmyndafræði og rannsóknum sem hún byggir á.
Tinna Eysteinsdóttir, næringarfræðingur, greindi frá niðurstöðum doktorsrannsóknarsinnar um áhrif lýsis og mjólkurneyslu á ýmsum aldrusstigum á beinþéttni á efri árum.
Prófessor Björn Guðbjörnsson formaður Beinvernar greindi frá reiknilíkani sem greinir áhættu á beinbrotum og að lokum voru umræður.
Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá fundinum.