Fram kemur í nýrri evrópskri rannsókn á konum sem fengið hafa beinþynningu eftir tíðahvörf að þær óttast að þær fái herðakistil og að líkamhæð þeirra lækki. Rannsóknin sýndi einnig að nær þrjár af hverjum fjórum eða 73% þeirra kvenna sem þátt tóku í rannsókninni sögðu að þær yrðu mjög meðvitaðar um ástand sitt ef þær færu að bogna í baki.
Til að auka meðvitund um þetta ástand hafa verið gefnar út leiðbeiningar undir yfirskriftinni Stop the Stoop og komu þær út 11. júní sl. í samvinnu alþjóða beinverndarsamtakanna International Osteoporosis Foundation (IOF) og prófessors Dieter Felsenberg, sem er heimsþekktur sérfræðingur um beinþynningu.
Rannsóknin, The Stop the Stoop survey, var gerð á tímabilinu 29. apríl til 13. maí 2008. Alls tóku 622 konur sem greindar hafa verið með beinþynningu þátt í rannsókninni frá 6 Evrópulöndum: Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Ítalíu Spánu og Stóra Bretlandi.
Nánari upplýsingar um rannsóknina er að finna hér.