Ný kanadísk skýrsla, Breaking Barriers, Not Bones: 2008 National Report Card on Osteoporosis, leiðir í ljós að Kanadamenn með beinþynningu hafa mismunandi aðgang að beinþéttnilyfjum og mælingum. Kanadísku beinverndarsamtökin, Osteoporosis Canada, benda á í skýrslu sinni, að hið opinbera heilbrigðiskerfi í Kanada bregst stórum hluta þegna sinna sem þjást af sársaukafullum afleiðingum beinþynningar, þ.e. beinbrotum.
Kanadísku beinverndarsamtökin tóku saman í skýrslu sinni upplýsingar frá fylkisstjórnum allra fylkja í landinu til þess að fá heildarsýn á stöðu mála. Í fréttatilkynningu frá samtökunum, kemur fram að skýrslan sé sú fyrsta sinnar tegundar þar sem metið sé aðgengi Kandamanna að beinþéttnimælingum og beinþynningarlyfjum. Skýrslan Breaking Barriers, Not Bones fjallar einnig um mismunandi frumkvæði eða framtakssemi í fylkjum Kanada í umönnum fólks sem brotnað hefur af völdum beinþynningar.
Hægt er að nálgast skýrsluna hér.