Alþjóðlegu beinverndarsamtökin IOF hafa gefið út 16 síðna skýrslu um FRAX® reiknilíkanið og mikilvægi þess. Hægt er að nálgast skýrsluna hér
FRAX® líkanið , eða “WHO Fracture Risk Assessment Tool”, er ókeypis veftæki sem þróað var af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni og Háskólanum í Sheffield og er að finna á vefslóðinni is http://www.shef.ac.uk/FRAX/. Þetta tæki hjálpar læknum að greina betur konur og karla sem þurfa læknisfræðilegt inngrip vegna beinþynningar( þ.e. þá sem eru í mestir áhættu á að brotna vegna beinþynningar). Þannig er hægt að bæta nýtingu í heilbrigðisþjónustunni. FRAX® notar nokkra þekkta klíníska þætti auk niðurstöðu beinþéttnimælinga til að reikna í áhættu eða líkur þess að sjúklingar brotni á næstu 10 árum. Með þessu móti er hægt að koma til móts við þá einstaklinga sem búa þar sem ekki er völ á DEXA beinþéttnimælingu.