Ísland hefur tekið upp norræna ráðlagða dagskammta (RDS) fyrir vítamín og steinefni en þessi næringarefni eru nauðsynleg fyrir vöxt og viðhalds heilbrigðs líkama. Ráðlagðir dagskammtar fyrir kalk eru nú heldur lægri en þeir voru en mikilvægt er að tryggja inntöku D-vítamíns því kalk og D-vítamín verða að haldast í hendur. D-vítamín hefur áhrif á upptöku kalks úr meltingarveginum.
Ráðlagður dagskammtur af Kalki
Ungbörn og börn 6 – 11 mánaða – 540 mg
Börn 12 – 23 mánaða -600 mg
Börn 2 – 5 ára – 600 mg
Börn 6 – 9 ára – 700 mg
Konur 10 – 17 ára – 900 mg
Konur 18 ára og eldri – 800 mg
Konur á meðgöngu og brjóstagjöf – 900 mg
Karlar 10 – 17 ára – 900 mg
Karlar 18 ára og eldri – 800 mg
*Upplýsingar um RDS eru fengnar frá Landlæknisembættinu.