Alþjóða beinverndarsamtökin IOF hafa gefið út nýjan fræðslubækling um beinþynningu vegna steralyfja (prednisone og cortisone) sem notuð eru í meðferð á ýmsum sjúkdómum s.s. asma og gigt.
Þessi lyf eru árangursrík í meðferð á mörgum sjúkdómum en aukaverkun þeirra er áhætta á beinþynningu. Einstaklingar sem taka inn steralyf samfleytt í þrjá mánuði eða lengur eru í aukinni hættu á að brotna af völdum beinþynningar. Bæklingurinn er á ensku og hægt er að nálgast bæklinginn hér.
Landlæknisembættið gaf út klínískar leiðbeiningar um beinþynningu af völdum sykurstera fyrir nokkrum árum og eru þær enn í fullu gildi. Hægt er að nálgast þær hér.